Öndunar ferðalag

Öndunar ferðalag

July 13 6:45 PM
1 hours
Bankastræti 2, 101 Reykjavik

Mig langar að bjóða þér að koma í ferðalag í gegnum öndun þar sem áhersla er á djúpa og góða slökun. Langar þig að slaka virkilega á – ekki bara í líkamanum, heldur í sjálfri sál þinni? Við lifum í heimi þar sem hraðinn ræður, áreiti er stöðugt og margir hafa gleymt hvernig það er að slaka alvöru á. Í þessu öndunarferðalagi færðu tækifæri til að stíga út úr daglegu amstri og tengjast kyrrðinni sem býr innra með þér – hinni djúpu, nærandi kyrrð sem er alltaf til staðar, ef við gefum okkur tíma til að mæta henni. Í ferðalaginu leggjum við áherslu á: 🌬 Meðvitaða, leidda öndun 🌌 Tónheilun, kyrrð og mjúka nærveru 💫 Rými til að sleppa tökum og fylla á Þetta er ferðalag fyrir alla – hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í öndun eða ert reyndur ferðalangur. Þú þarft ekkert að kunna – einungis að mæta og treysta. Með því að gefa þér leyfi til að slaka djúpt á getur þú endurstilt taugakerfið, róað hugann og vakið innri frið – jafnvel upplifað djúpa innsýn og létti. Koma í þægilegum fötum. með vatnsbrúsa. með opið hjarta. Mæli ég einnig með því að vera ekki búin að borða þunga máltíð fyrir öndunina og halda kaffi drykkju í lágmarki. Ef þú ert að glíma við eitthvað af eftirfarandi og ætlar að koma þá endilega sendu á mig línu. Hjarta og/eða æðavandamál. Hár blóðþrýstingur Saga um blóðtappa. Flogaveiki eða flogaköst. Hjarta áfall innan síðustu 5 ára Nýlegar aðgerðir Ólétta. Reikna má með uþb 1 klst í viðburðinn. Verður athöfnin haldin í sal White lotus í Bankastræti 2 Tíminn kostar 5 þúsund kr, Ef þú þig langar að koma en átt ekki peninga núna sendu mér línu og við finnum lausn á því. Sendu endilega skilaboð fyrir frekari upplýsingar. Vonast til að sjá þig 👊

Event Details

Time:Sunday, July 13 - 6:45 PM
Duration:1 hours
Location:Bankastræti 2, 101 Reykjavik
Price:
5000 ISK